Fréttir og tilkynningar


19,3 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum

26.6.2019

Maður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 19,3 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum.

Með því að hafa staðið skattyfirvöldum skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2008 og 2009 vegna tekjuáranna 2007 og 2008, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram fjármagnstekjur samtals að fjárhæð 110,5 milljónir króna sem voru tekjur af uppgjöri á framvirkum gjaldmiðlasamningum.

Dóminn má lesa hér.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum