Fréttir og tilkynningar


24 fíkniefnamál

29.8.2016

Tollverðir hafa stöðvað 24 póstsendingar á síðustu tveimur mánuðum, sem reyndust innihalda fíkniefni, auk einnar til viðbótar þar sem grunur lék á innflutningi á sterum.

Stærsta málið sem kom upp á þessu tímabili er sending frá Filippseyjum sem reyndist innihalda um það bil 12 grömm af metamfetamíni, sem falið var í skóm. Í flestum tilvikum var um smærri mál að ræða þar sem handlagt magn var 1 - 2 grömm af fíkniefnum eða nokkur kannabisfræ.

Einnig má nefna að stöðvuð var sending sem reyndist innihalda fíkniefnið Ketamín sem var að koma frá Þýskalandi. Umrætt efni hefur örsjaldan fundist á póstinum en það er svæfingarlyf sem í venjulegum skömmtum skerðir ekki vökuvitund til fullnustu en veldur miklu viðbragðaleysi og þar á meðal mikilli verkjadeyfingu svo og miklu óminni.

Sjá: http://doktor.is/grein/svaefingarlyf

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum