Fréttir og tilkynningar


37 milljón króna sekt vegna skattalagabrota

18.12.2019

Maður hefur verið dæmdur í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 37 milljón króna sekt vegna meiri háttar brota gegn skattalögum og lögum um bókhald

Með því að hafa sem stjórnandi einkahlutafélags eigi staðið skil á skattframtölum félagsins á lögmæltum tíma vegna rekstraráranna 2009 til 2013 og komið félaginu þannig undan greiðslu 12 milljón króna tekjuskatts, sem og fyrir að hafa vanrækt að færa bókhald fyrir félagið á lögmæltum tíma vegna rekstraráranna 2009 til 2014 og vanrækja að varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum