Fréttir og tilkynningar


69 milljónir í sekt fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, lögum um bókhald og fyrir peningaþvætti

11.3.2019

Maður hefur verið dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 69 milljónir í sekt til ríkissjóðs fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, lögum um bókhald og fyrir peningaþvætti.

Með því að hafa sem stjórnandi þriggja einkahlutafélaga vanrækt að standa skil á virðisaukaskattsskýrslum og 23 milljónum í virðisaukaskatt á árunum 2012-2015, og fyrir hafa vanrækt að færa bókhald fyrir félögin, varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn vegna starfsemi félaganna. Þá nýtti maðurinn ávinning af brotunum og gerðist þannig sekur um peningaþvætti.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum