69 milljónir í sekt fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, lögum um bókhald og fyrir peningaþvætti
Maður hefur verið dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 69 milljónir í sekt til ríkissjóðs fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, lögum um bókhald og fyrir peningaþvætti.
Með því að hafa sem stjórnandi þriggja einkahlutafélaga vanrækt að standa skil á virðisaukaskattsskýrslum og 23 milljónum í virðisaukaskatt á árunum 2012-2015, og fyrir hafa vanrækt að færa bókhald fyrir félögin, varðveita fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn vegna starfsemi félaganna. Þá nýtti maðurinn ávinning af brotunum og gerðist þannig sekur um peningaþvætti.