Fréttir og tilkynningar


Ábending til stjórnenda félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS)

27.4.2017

Athygli stjórnenda félaga sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum við samningu ársreiknings eða samstæðureiknings er vakin á skilafresti reikningsskila félagsins.  

Skila þarf reikningi sem saminn er eftir IFRS reikningsskilastöðlum strax eftir samþykki á aðalfundi, þó ekki síðar en fjórum mánuðum eftir lok reikningsárs. Þeim félögum sem beita IFRS við samningu reikningsskila sinna og hafa almanaksárið sem reikningsár ber að skila reikningum sínum inn til ársreikningaskrár fyrir 1. maí næstkomandi.  


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum