Fréttir og tilkynningar


Afgreiðslur RSK lokaðar vegna verkfalls

14.10.2015

Ríkisskattstjóri vekur athygli á að vegna verkfalls SFR verða afgreiðslur embættisins á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum og Hellu lokaðar frá og með 15. október og þar til verkfalli lýkur.

Tafir geta orðið á afgreiðslu erinda og reikna má með að skattbreytingar, þ.m.t. á vaxta- og  barnabótum, muni frestast. Skráning hlutafélaga, aðrar tilkynningar o.fl. verða ekki afgreiddar. Almennur tölvupóstur verður móttekinn en afgreiðsla hans getur frestast.

Vakin er athygli á að þjónustuver RSK í síma 442 1000 er opið en auk þess eru gagnlegar upplýsingar á vefsíðunni rsk.is og sjálfsafgreiðsla viðskiptavina er opin á skattur.is 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum