Áhættumat Ríkislögreglustjóra setur skattsvik í hæsta áhættuflokk
Ríkislögreglustjóri hefur birt nýtt áhættumat fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Áhættumatið er unnið og birt á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 og samkvæmt leiðbeiningum alþjóðlega aðgerðarhópsins Financial Action Task Force.
Vinnan við áhættumatið fór fram í víðtæku og nánu samráði við alla þá sem aðkomu eiga að málaflokknum og byggir á umfangsmikilli gagna- og upplýsingaöflun.
Skattsvik eru eitt af frumbrotum peningaþvættisbrots samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Telur Ríkislögreglustjóri skattsvik séu alvarlegt vandamál hér á landi og að ógn vegna þeirra sé mikil. Þá kemur fram í áhættumatinu að þó að meðvitund almennings um skattsvik sé mikil virðast viðhorf til þessara brota vera mildari en til annarra brota. Ísland telst með öruggari löndum heims hvað varðar glæpi og afbrotatíðni, sér í lagi þegar horft er til alvarlegra ofbeldisbrota. Þá kemur fram að yfirvöld séu meðvituð um umfang skattsvika en þótt almennt skatteftirlit sé talsvert hefur verið skortur á eftirliti á peningaþvætti. Það er mat ríkislögreglustjóra að mikil hætta sé á peningaþvætti í þeim tilvikum þar sem skattsvik er frumbrot.
Áhættumat vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka 2019