Álagning opinberra gjalda á lögaðila 2019
Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2019 á lögaðila og liggja niðurstöður álagningarinnar nú fyrir.
Fjöldi lögaðila á skattgrunnskrá á landinu öllu við lok álagningar 2019 var 62.742 en þar af voru 45.492 skattskyld félög og sameignarfélög og 17.250 lögaðilar sem undanþegnir eru tekjuskatti. Fyrir lok álagningar höfðu 37.197 framtöl borist eða 81,77% framtala. Í fyrra höfðu 81,54% framtala borist fyrir lok álagningar. Gjöld 8.208 lögaðila voru áætluð sem er 18,04% lögaðila á skattgrunnskrá. Fyrir ári voru gjöld 19,41% lögaðila á skattgrunnskrá áætluð.
Alls voru 193.754.397.251 kr. lagðar á lögaðila í opinber gjöld sem var 6.925.329.110 kr. eða 3,71% meira en lagt var á í fyrra. Þá má geta þess að 2.969.162.957 kr. voru endurgreiddar nýsköpunarfyrirtækjum vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar sem var 845.001.159 kr. meira en var endurgreitt í fyrra. Auk þess gekk 607.876.141 kr. skattfrádráttur til nýsköpunarfyrirtækja upp í álagðan tekjuskatt þeirra.
Skipting opinberra gjalda lögaðila 2019 er þannig:
Gjald | Fjárhæð | Breyting |
Tryggingagjald | 102.124.408.806 | 9,4% |
Tekjuskattur | 72.391.692.555 | -3,4% |
Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki | 10.625.266.252 | 12,5% |
Fjársýsluskattur | 3.275.992.056 | 2,2% |
Sérstakur fjársýsluskattur | 2.780.402.837 | -23,8% |
Fjármagnstekjuskattur | 1.775.658.289 | 15,8% |
Útvarpsgjald | 734.580.000 | 5,7% |
Jöfnunargjald alþjónustu | 46.396.456 | -0,4% |
Samtals | 193.754.397.251 | 3,7% |
Endurgreiðsla vegna rannsóknarkostnaðar | 2.969.162.957 | 39,8% |