Amfetamínvökvinn var í 23 plastflöskum
Amfetamínvökvinn sem tollverðir fundu í Norrænu í byrjun síðasta mánaðar, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, var falinn í 23 hálfs líters plastflöskum í bensíntanki bifreiðar sem tveir pólskir karlmenn komu með til landsins.
Úr vökvanum sem reyndist vera 11.5 lítrar hefði mátt vinna 90 – 100 kíló af amfetamíni.
Tollayfirvöld hér unnu málið í góðu samstarfi við tollgæsluna í Færeyjum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það í samvinnu við lögregluna á Austfjörðum.
Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.