Fréttir og tilkynningar


Aukning í veltu virðisaukaskatts milli ára

30.1.2017

Álagningu virðisaukaskatts vegna september-október 2016 er nú lokið. Samanburður við sama tíma árið 2015 leiðir í ljós að heildarvelta eykst milli ára.

Velta í 11% og 24% skattþrepi eykst á milli ára um 14%, úr 408,4 milljörðum króna árið 2015 í 465,7 milljarða fyrir sama tímabil árið 2016. Velta undanþegin virðisaukaskatti s.s. útflutningur minnkar hins vegar um 4,6% eða úr 232,8 milljörðum króna í 222 milljarða. Heildarvelta eykst því um 7,3%.

Virðisaukaskattur af viðskiptum innanlands eykst á milli ára um rúm 82% eða úr 6,53 milljörðum króna í 11,9 milljarða.

Að teknu tilliti til virðisaukaskatts af innflutningi sem og endurgreiðslna virðisaukaskatts, sem ríkisskattstjóri annast, aukast tekjur ríkissjóðs um 4,99% á tímabilinu september-október á milli ára eða úr tæplega 31,7 milljörðum króna í tæplega 33,3 milljarða.

Áætlunum í virðisaukaskatti hefur fækkað jafnt og þétt undanfarin ár og náðu á þessu tímabili sögulegu lágmarki þegar áætlað var á 4,77% skráðra virðisaukaskattsnúmera en fjöldi skráðra númera var á tímabilinu 24.273. 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum