Fréttir og tilkynningar


Breyting á vörugjaldi og tollskrá varðandi sykur og sætuefni

19.3.2013

Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar og EDI/SMT-tollafgreiðslu.

Breytingarnar tengjast fyrri breytingum á vörugjaldi og tollskrá, sbr. eftirfarandi tilkynningu á vef Tollstjóra frá 22. febrúar 2013: Breyting vörugjalda á matvælum með viðbættum sykri og sætuefnum og breyting á tollskrá 1. mars 2013. Upplýsingar vegna tollafgreiðslu við inn- og útflutning vara

 

Ábendingar

Almennt gildir að breytingarnar taka til allra viðkomandi vara sem ótollafgreiddar eru 16. mars 2013 við gildistöku laga nr. 22/2013, en lögin gilda að hluta til afturvirkt frá 1. mars 2013.

 

Um útflutning gildir sérstaklega: Í útflutningsskýrslu skal nota tollskrárnúmer, skilmála þess og tollafgreiðslugengi sem í gildi er tollafgreiðsludag útflutningsskýrslunnar, en þó skal aldrei miða við nýrri dag en brottfarardag flutningsfars til útlanda er flytur vörusendingu sem útflutningsskýrslan tekur til.

Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna til notkunar innanlands (langoftast komudagur hraðsendingar til landsins).

Á vef Tollstjóra fást upplýsingar um tollskrárnúmer, gjöld á þeim o.fl. í tollskránni á vef Tollstjóra. Tollskráin hefur verið uppfærð skv. nýjustu breytingum.

 

1. Breyting á tollskrá, viðauka I við tollalög nr. 88/2005

Varðar bæði inn- og útflutning. Breyting á tollskrá hefur tekið gildi skv. 8. gr. laga nr. 22/2013. Sjá lið 3 hér neðar varðandi uppfærða tollskrárlykla til nota í hugbúnaði til tollskýrslugerðar.

 

 

2. Breytingar á vörugjöldum, gjaldskyldu; XA kr/kg og XB kr/lítra vörugjöldum (og X1, X2 gjöldum þar með)

Breytingarnar eru skv. 6. gr. laga nr. 22/2013 og varða hvaða tollskrárnúmer og þar með vara er gjaldskyld vegna vörugjalds. Breytingar vegna tollskrárnúmera þar sem verið er að fella gjaldskyldu þeirra úr gildi eða lækka gilda afturvirkt frá 1. mars 2013. Um er að ræða eftirtalin tollskrárnúmer: 0402.1000, 0403.1019, 0403.1029, 0403.9014, 0403.9019, 0409.0000, 2106.9022, 2106.9063, 2203.0091, 2203.0092, 2203.0093, 2203.0094, 2203.0095, 2203.0096 og 2203.0099.

 

 

Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði, bæði inn- og útflutningur

Tollskrárlyklar, uppfærðir skv. framangreindum breytingum, eru aðgengilegir hér á vef Tollstjóra.

 

 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum