Breytingar á afhendingarskilmálum (Incoterms®)
Ný og endurbætt útgáfa Alþjóða Viðskiptaráðsins ICC á skammstöfun afhendingarskilmála og merkingu þeirra sem nefnd er INCOTERMS 2010 tók gildi 1. janúar sl.
Með þessari útgáfu er leitast við að einfalda og samræma notkun afhendingarskilmála í alþjóðlegum viðskiptum.
Þessir afhendingarskilmálar eru nýir í INCOTERMS 2010:
DAP - Afhent á/í staðsetning (nafn ákvörðunarstaðar sé tilgreint)
DAT - Afhent í vöruafgreiðslu (nafn vöruafgreiðslu hafnar eða ákvörðunarstaðar sé tilgreint)
Þessir skilmálar koma í staðinn fyrir: DAF, DES, DEQ og DDU sem eru felldir niður í INCOTERMS 2010.
Jafnframt er m.a. tilgreint nákvæmar hvaða skilmálar eiga við skipasendingar eða flugsendingar.
Hinir nýju skilmálar hafa tekið gildi vegna tollafgreiðslu en eldri skilmálar gilda áfram þar til annað verður tekið fram.
Nákvæma skýringu á hinum ýmsu afhendingarskilmálum sem eru í alþjóðlegri notkun er að finna í leiðbeiningarútgáfu alþjóða verslunarráðsins INCOTERMS 2010.
Nánari upplýsingar:
Afhendingarskilmálar, sem eru skráðir í tollakerfi.
ICC - International Chamber of Commerce heldur utanum og skilgreinir afhendingarskilmálana Incoterms® - International Commercial Terms