Breytingar á reglum um innflutning matvæla
Tollstjóri vekur athygli á breyttum reglum um innflutning á tilteknum matvælum.
Auglýsing nr. 740/2011 um neyðarráðstafanir sem gilda um grikkjasmárafræ (fenugreek) og tiltekin fræ og baunir sem flutt eru inn frá Egyptalandi tók gildi í júlí. Þessar ráðstafanir eru gerðar vegna fjölda tilfella af skæðum E. coli sýkingum í Þýskalandi og Frakklandi í sumar. Innflutningsbannið gildir til 31. október 2011.
Ný reglugerð nr. 284/2011 hefur tekið gildi um sérstök skilyrði fyrir innflutning á tilteknum matvælum frá tilteknum þriðju löndum vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxína. Reglugerðin sameinar auglýsingar um innflutningshöft vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxín í hnetum og fíkjum í eina reglugerð.
Nánari upplýsingar er að finna í fréttum á vef Matvælastofnunar: