Breytingar á skuldfærslu aðflutningsgjalda og gjalddögum vegna tollafgreiðslu frá og með 1. janúar 2013
Áríðandi tilkynning vegna EDI/SMT-tollafgreiðslu - breytingar á skuldfærslu aðflutningsgjalda, gjalddögum; hefur áhrif á hugbúnað innflytjenda og tollmiðlara fyrir tollskýrslugerð og tollafgreiðslu.
Ennfremur upplýsingar er varða tollreikninga frá Tollstjóra á pappír og á vef VEF-tollafgreiðslu.
Á árinu 2012 hafa verið í gildi tímabundið lengri greiðslufrestir (fleiri gjalddagar) á aðflutningsgjöldum, sbr. þessa tilkynningu á vef Tollstjóra frá 14. mars 2012. Þær reglur falla úr gildi þann 31. desember 2012.
Fyrri reglur um uppgjörstímabil og gjalddaga aðflutningsgjalda taka gildi vegna tollafgreiðslu frá og með 1. janúar 2013.
Þeir innflytjendur og tollmiðlarar sem stunda SMT/EDI tollafgreiðslu þurfa sérstaklega að skoða þessar breytingar m.t.t. þess að hugbúnaður þeirra til rafrænnar tollafgreiðslu virki rétt, þ.e. móttaka CUSTAR skeyta og úrvinnsla upplýsinga í þeim. CUSTAR skeytin eru tilkynningar frá Tollstjóra um tollafgreiðslu vörusendingar og skuldfærslu aðflutningsgjalda.