Fréttir og tilkynningar


Breytingar á tollalögum

25.6.2012

Vakin er athygli á að Alþingi samþykkti þann 1. júní sl. lög um breytingu á tollalögum, númer 88/2005. Helstu breytingar á lögunum eru eftirfarandi:

Samkvæmt nýju lögunum njóta skemmtiferðaskip, skráð erlendis, sem eru notuð í innanlandssiglingum í allt að fjóra mánuði á hverju tólf mánaða tímabili tollfrelsis á grundvelli b-liðar 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. tollalaga.

Tollmiðlurum verður nú heimilt að afhenda hraðsendingu til notkunar innan lands án greiðslu aðflutningsgjalda, enda láti þeir Tollstjóra tímanlega í té með rafrænum hætti upplýsingar um nöfn og kennitölur sendanda og innflytjanda auk upplýsinga um verðmæti, tegund og þyngd sendingar og setji tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda.

Nú hefur sú fjárhæð sem ferðamönnum eða farmönnum er heimilt að hafa meðferðis í reiðufé við komu eða brottför úr landinu samkvæmt 162. gr. tollalaga verið lækkuð úr 15.000 evrum í 10.000 evrur. Miðað er við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni. Með breytingunni hafa fjárhæðirnar í 2. mgr. 27. gr. tollalaga og 162. gr. tollalaga verið samræmdar.

Þá ber aðilum nú að greiða tolleftirlitsgjald þegar óskað er viðveru tollvarðar eða þjónustu tollgæslu utan almenns opnunartíma tollskrifstofu, svo sem vegna afgreiðslu hraðsendinga og póstsendinga og til að staðfesta útflutning vöru. Gjaldið skal standa straum af launakostnaði vegna tolleftirlits.

Lagabreytingarnar í heild sinni má sjá hér.

Úrskurður Tollstjóra númer 14/2012, Greiðsla gjalda af loftfari (pdf)

Úrskurðir Tollstjóra eru birtir á vefnum

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum