Fréttir og tilkynningar


Breytt tollskrá og aðflutningsgjöld 1. janúar 2006

29.12.2005

Eftirtaldar breytingar á tollskrá og aðflutningsgjöldum taka gildi 1. janúar 2006:

  • Breyting á tollskrá, sbr. auglýsingu nr. 141/2005 um breyting á viðauka I við ný tollalög nr. 88/2005, tekur gildi um áramót. Auglýsingin er að hluta til leiðrétting á viðauka I (tollskránni) við nýju tollalögin og tekur til breytinga á tollskrá er gerðar voru fyrir ári síðan ( auglýsing nr. 152/2004 í A-deild) , en ekki var tekið tillit til í nýjum viðauka I. Ný og/eða breytt tollskrárnúmer nú eru eftirtalin með vísan til auglýsingarinnar: Í 1. gr. b) og í 3. gr.
  • Breytingar á úrvinnslugjöldum. Ný úrvinnslugjöld eru BV gjald á pappa og pappírsumbúðir og BX gjald á plastumbúðir. BQ gjald fellur niður. Taxtar BR og BS gjalda breytast og ennfremur leggst BR gjald á eitt nýtt tollskrárnúmer til viðbótar því sem áður var; 8708.7001. Sjá nánar um úrvinnslugjöld í yfirliti aðflutningsgjalda og tilkynningu um breytta aðflutningsskýrslu.
  • Flutningsjöfnunargjald á olíuvörum breytist, þ.e. J2, J4 og J5 gjöld. Sjá nánar yfirlit aðflutningsgjalda.
  • Skv. nýjum tollalögum, viðauka I, lækkar A tollur og verður 0% á eftirtöldum tollskrárnúmerum. A1 magntollur er áfram í gildi. Nefnd tollskrárnúmer eru: 1704.9008, 1905.3120, 1905.9021 og 1905.9041.

Greiðslufrestur aðflutningsgjalda

Sú breyting verður á greiðslufresti aðflutningsgjalda að þau aðflutningsgjöld sem áður fengu skuldfærslu á eins mánaðar uppgjörstímabil við tollafgreiðslu með eindaga 15 næsta mánaðar fá nú skuldfærslu á tveggja mánaða uppgjörstímabil með eindaga 15. næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Frávik frá þessari reglu er vörugjald af ökutækjum (M* gjöld) þegar ökutæki er SMT/VEF-tollafgreitt af innflytjanda, en þá er vörugjaldið áfram skuldfært á eins mánaðar uppgjörstímabil, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 331/2000, eins og verið hefur. Sjá nánar yfirlit yfir uppgjörstímabil og eindaga aðflutningsgjalda.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum