Fréttir og tilkynningar


Breytt upplýsingagjöf í staðgreiðsluskilum

23.11.2016

Athygli launagreiðenda er vakin á orðsendingu nr. 5/2016 þar sem kynntar eru fyrirhugaðar breytingar á upplýsingagjöf við staðgreiðsluskil.

Breytingarnar taka gildi frá og með skilum janúarlauna 2017.

Þeir launagreiðendur sem skila staðgreiðslu í gegnum launakerfi eru hvattir til að uppfæra launaforrit sín, en þeir sem skila beint á þjónustuvef ríkisskattstjóra þurfa að slá inn þær viðbótarupplýsingar sem um er beðið.

Sjá nánar í orðsendingu nr. 5/2016 til launagreiðenda


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum