Fréttir og tilkynningar


Dómur Mannréttinda­dómstóls Evrópu

16.4.2019

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða manni bætur þar sem brotið hefði verið gegn 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um bann við endurtekinni málsmeðferð í sakamálum.

Maðurinn hafði með héraðsdómi árið 2013 verið dæmdur til greiðslu sektar kr. 35.850.000 og skilorðsbundins fangelsisdóms vegna skattalagabrota, og var niðurstaða um sakfellingu staðfest um ári síðar hjá Hæstarétti Íslands. Fólust skattalagabrotin í vanframtöldum fjármagnstekjum á skattframtölum í þrjú ár, samtals um 205 milljónir króna. Ríkisskattstjóri hafði áður endurákvarðað fjármagnstekjur mannsins með hækkun stofns sem nam vanframtöldum fjármagnstekjum og bætt við 25% álagi. Taldi Mannréttindadómstóll Evrópu að maðurinn hefði sætt endurtekinni málsmeðferð og refsingu, hjá skattyfirvöldum og við refsimeðferð málsins.

Dómur Mannréttindadómstólsins nr. 72098/14

Dómur Hæstaréttar nr. 465/2013


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum