Eldri leyfisnúmer viðurkenndra útflytjenda úrelt
Leyfisnúmer viðurkenndra útflytjenda samkvæmt eldra kerfi féllu úr gildi nú um áramótin í samræmi við fyrirmæli fjármálaráðuneytisins í bréfi dagsettu 1. mars 2010.
Nýtt númerakerfi var tekið upp frá og með 1. mars 2010. Öll leyfi sem gefin hafa verið út samkvæmt því kerfi (dæmi: 0001-IS10) halda að sjálfsögðu gildi sínu, en númer sem gefin voru út fyrir 1. mars 2010 féllu úr gildi um áramót.
Fyrirtæki geta sótt um leyfi sem viðurkenndir útflytjendur með því að fylla út eyðublaðið E-25: