Fréttir og tilkynningar


Faldi nær kíló af hassi í möppu

19.5.2015

Erlendur karlmaður sem tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fundu hjá nær kíló af hassi fyrr í þessum mánuði hefur nú hlotið dóm í Héraðsdómi Reykjaness.

Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn. Tollverðir fundu efnin, samtals 781 gramm af hassi, í farangri hans. Efnunum hafði hann pakkað inn í möppu.

Lögreglan á Suðurnesjum fór með rannsókn málsins. Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sakarkostnaðar.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum