Fréttir og tilkynningar


Fimmtán burðardýr fíkniefna stöðvuð

18.1.2017

Tollverðir á Keflavíkurflugvelli stöðvuðu fimmtán burðardýr fíkniefna á nýliðnu ári, 2016. Lögreglan á Suðurnesjum hafði með höndum rannsóknir málanna og er flestum þeirra lokið en aðrar á lokastigi.

Langmest var um kókaín eða samtals rúmlega 6,5 kíló. Mesta magn sem einn aðili hafði innvortis var tæpt kíló.

Þá var haldlagt umtalsvert magn af hassi eða rúm 5,4 kíló samtals. Það fannst í farangri einstaklinga sem ætluðu að smygla því yfir til Grænlands.

Loks voru haldlögð tæp 240 grömm af e - dufti og 13 grömm af metamfetamíni.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum