Fréttir og tilkynningar


Framtalsskil ungmenna eldri en 16 ára

8.3.2019

Ungmenni sem náðu 16 ára aldri á árinu 2018 þurfa að skila skattframtali 2019 til jafns við þá sem eldri eru. Skila þarf skattframtali jafnvel þótt það hafi engar launatekjur haft á árinu 2018. 

Rétt eins og hjá fullorðnum ættu tekjur ungmennis að vera áritaðar á framtalið ásamt eignum þess, s.s. bankainnstæðum. Rétt eins og hjá fullorðnum þarf að fara yfir þessar upplýsingar og staðfesta að þær séu réttar og bæta við ef eitthvað vantar.

Skilafrestur skattframtals 2019 er 12. mars n.k. Mögulegt er að sækja um frest, reynist þess þörf.
Opna þjónustuvef

Auðkenning barna yngri en 18 ára

Ungmenni undir 18 ára aldri geta fengið rafræn skilríki hvort sem er á farsíma eða korti. Lesa má nánar um útgáfu rafrænna skilríkja fyrir ungmenni á vef Auðkennis.

Þeir sem ekki eiga rafræn skilríki geta sótt um veflykil og nýtt hann til auðkenningar á þjónustusíðu RSK. Mögulegt er að fá veflykil sendan í pósti á lögheimili eða sendan í heimabanka viðkomandi ungmennis.
Sækja veflykil

Sækja um lækkun vegna framfærslu ungmenna

Þeir sem hafa á sinni framfærslu ungmenni á aldrinum 16-21 árs geta sótt um lækkun á eigin tekjuskattsstofni sé ungmennið við nám eða hafi af öðrum ástæðum það lágar tekjur að þær duga ekki til framfærslu. Til þess að unnt sé að taka tillit til umsóknar framfæranda þarf skattframtal ungmennis að hafa borist.
Nánari upplýsingar um lækkun vegna ungmenna


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum