Fréttir og tilkynningar


Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Georgíu undirritaður

30.6.2016

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur undirritað fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli EFTA-ríkjanna og lýðveldisins Georgíu. 

Undirritunin fór fram á ráðherrafundi EFTA sem haldinn var í Bern í Sviss. Samningurinn tekur til vöruviðskipta, þjónustustarfsemi, fjárfestinga og opinberra innkaupa. Þá felur hann í sér gagnkvæma niðurfellingu tolla á iðnaðarvörum sem og aukin tollfríðindi fyrir tilteknar landbúnaðarvörur.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvenær samningurinn tekur gildi en á vef EFTA kemur fram að unnið sé að undirbúningi gildistöku hans.

Nánari upplýsingar í frétt Utanríkisráðuneytisins

Sjá einnig upplýsingar um samninginn á vef EFTA


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum