Fréttir og tilkynningar


Frumvarp um áframhaldandi ráðstöfun séreignarsparnaðar

10.5.2019

Frumvarp um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er nú til meðferðar hjá Alþingi. Í frumvarpinu er mælt fyrir um að tímabundin heimild til ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán skuli framlengd til 30. júní 2021.

Sama gildir um heimild til almennrar úttektar á uppsöfnuðum séreignarsparnaði vegna fasteignakaupa. Rétt er að taka fram að ekki er  átt við heimild til nýtingar séreignarsparnaðar vegna fyrstu kaupa, en það úrræði er ótímabundið.

Verði frumvarpið að lögum mun þurfa að staðfesta áframhaldandi ráðstöfun á vefnum www.leidretting.is. Aðeins þegar frumvarpið hefur verið samþykkt sem lög verður hægt að opna fyrir þá staðfestingu og veita nánari upplýsingar og leiðbeiningar.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum