Fréttir og tilkynningar


Fyrsta íbúð

20.12.2017

Umsóknarfrestur vegna ráðstöfunar séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð þegar íbúð var keypt fyrir 1. júlí 2017 rennur út um áramót.

Að gefnu tilefni vill ríkisskattstjóri árétta að þeir sem keyptu fyrsta íbúðarhúsnæði sitt á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 og hyggjast nýta sér ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán sitt í allt að 10 ár þurfa að sækja um slíka ráðstöfun í gegnum þjónustusíðu ríkisskattstjóra, www.skattur.is, í síðasta lagi hinn 31. desember 2017.

Sérstök athygli er vakin á að síðasti dagur ársins sem hægt er að leita eftir aðstoð við slíka umsókn hjá ríkisskattstjóra er föstudagurinn 29. desember nk.

Nánari upplýsingar um úrræðið er að finna á www.rsk.is/fyrstaibud


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum