Fréttir og tilkynningar


Gasskammbyssur stöðvaðar í tolli

12.2.2015

Tollverðir stöðvuðu nýverið tvær sendingar frá Hong Kong sem höfðu að geyma eina gasskammbyssu hvor. Hafði sami einstaklingur pantað þær báðar. 

Um var að ræða nákvæmar eftirlíkingar af Glock 17 og Springfield armory cal 45. en með gashleðslu.

Þar sem slíkir munir eru ekki leyfðir hér á landi samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998 var málið sent til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embætti LRH gerði innflytjandanum að endursenda byssurnar eða heimila förgun þeirra og tók hann fyrrnefnda kostinn. Samkvæmt upplýsingum frá LRH geta vopn af þessu tagi reynst skaðleg sé ógætilega farið með þau. Jafnframt að sé einhver tekinn með slík vopn hér á landi þá flokkist það undir vopnalagabrot. Viðkomandi fær þá ekki skotvopnaleyfi, þótt hann sé til þess bær að öðru leyti, eða að hann er sviptur leyfinu í tiltekinn tíma.

Byssur af þessu tagi geta verið hættulegar sé farið ógætilega með þær.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum