Fréttir og tilkynningar


Hækkuð heimild ferðamanna til að flytja inn einstakan hlut tollfrjálst

16.3.2013

Í dag tóku gildi lög um breytingu á tollalögum nr. 88/2005. Með breytingunum hækkar hámarksverðmæti einstaks hlutar sem ferðamaður, búsettur hérlendis, má taka með sér tollfrjálst til landsins.

Áður höfðu verið gerðar breytingar á tollalögum sem tóku gildi þann 1. mars sl. Með þeim breytingum var heimild hvers ferðamanns til tollfrjáls innflutnings hækkuð úr 65.000 kr. í 88.000 kr. og hámarksverðmæti hvers hlutar var hækkað úr 32.500 kr. í 44.000 kr.

Nú hefur hámarksverðmæti hlutar verið hækkað enn frekar og er nú 88.000 kr. Getur ferðamaður því nýtt alla sína heimild til tollfrjáls innflutnings til að flytja inn einn hlut. Rétt er að taka fram að heimild til tollfrjáls innflutnings takmarkast einnig við varning til persónulegra nota ferðamannsins, fjölskyldu hans eða til smágjafa og á því ekki við um vörur sem ætlaðar eru til endursölu eða eru keyptar til nota í fyrirtækjarekstri. Áðurnefndar breytingar gilda afturvirkt frá 1. mars sl. Tollstjóri mun hafa frumkvæði að því að endurgreiða þeim sem rétt eiga á endurgreiðslu vegna afturvirkni laganna.

Sjá breytingalögin


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum