Fréttir og tilkynningar


Hækkun á skilagjöldum, GD, GE, GF og GG gjöld, þann 1. mars 2012 við tollafgreiðslu vara

28.2.2012

Skilagjöld á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur, GD, GE, GF og GG gjöld, hækka frá og með 1. mars 2012, við tollafgreiðslu gjaldskyldra vara. 

Hér er yfirlitsskjal um skilagjöldin og hækkunina, en breytingin er skv. reglugerð nr. 186/2012 um breytingu á reglugerð nr. 368/2000, um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur.

Almennt gildir að breytingarnar taka til allra gjaldskyldra vara sem ótollafgreiddar eru 1. mars 2012

Ábendingar
Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði
Á vef Tollstjóra eru tollskrárlyklar, sem taka gildi 1. mars 2012 aðgengilegir



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum