Fréttir og tilkynningar


Hald lagt á talsvert magn tóbaks ásamt öðrum varningi við komu farþegaferjunnar Norrænu

19.7.2019

Þann 18.07 2019 lögðu tollverðir við komu farþegaferjunnar Norrænu hald á talsvert magn tóbaks ásamt öðrum varningi. Tóbakinu, sem var í formi sígarettupakkninga, hafði verið komið fyrir inni í nokkrum hurðarflekum, pökkuðum í söluumbúðir. 

Haganlega hafði verið gengið frá þessu þannig að ekki var að sjá ummerki um að átt hafi verið við hurðaflekana né umbúðir þeirra.

Málsaðilar greiddu sekt upp á rúmar 1,4 milljónir og telst málið upplýst.

Undanfarið hafa tollverðir við komu Norrænu lagt hald á ólöglega innflutta stera í þremur málum. Um er að ræða tæplega 20.000 töflur og tæpa þrjá lítra í fljótandi formi. Þessi mál eru enn til rannsóknar hjá yfirvöldum.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum