Haldlögðu rúm 19 kíló af fíkniefnum
Tollverðir haldlögðu rúmlega 19 kíló af fíkniefnum á landamærum á síðasta ári, 2016. Þar af var mesta magnið kókaín, rúmlega 7.4 kíló. Haldlagt hass var rúm 5.5 kíló og amfetamín rúmlega 4.5 kíló.
Um bráðabirgðatölur er að ræða.
Þá var eitt kíló af metamfetamíni haldlagt og nokkurt magn af e-töflum og dufti svo og LSD – efnum.
Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.