Handbók OECD um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
OECD hefur uppfært og endurútgefið handbók um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Handbókinni er ætlað að auka vitund m.a. skattrannsakenda á því þýðingarmikla hlutverki sem þeir gegna í uppljóstrun og baráttu gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í handbókinni er m.a. að finna dæmi um vísbendingar sem skattrannsakendur kunna að verða varir við í sinni vinnu og bent geta til slíkra brota.