Fréttir og tilkynningar


Heimsókn fjármála- og efnahagsráðherra

19.1.2017

Benedikt Jóhannesson nýskipaður fjármála- og efnahagsráðherra heimsótti ríkisskattstjóra þriðjudaginn 17. janúar 2017.

Kynnti hann sér starfsemi embættisins en í för með honum voru nokkrir af samstarfsmönnum hans úr ráðuneytinu. Heilsaði ráðherra upp á starfsmenn RSK við störf og átti síðan viðræður við yfirstjórn embættisins.

Ríkisskattstjóri þakkar ráðherra gagnlegan fund og vinsemd í garð starfsmanna embættisins.

Heimsókn ráðherra til RSK


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum