Heimsókn til IRS-CI
Dagana 10. og 11. apríl sl. fóru starfsmenn skattrannsóknarstjóra ríkisins í starfsmenntunarferð til Washington DC og kynntu sér framkvæmd skattrannsókna hjá IRS-CI (Internal Revenue Service – Criminal Investigation).
Er heimsóknin liður í því að styrkja samstarf embættis skattrannsóknarstjóra við systurstofnanir erlendis. Er slíkt alþjóðlegt samstarf mikilvægur liður í því að styrkja rannsóknir embættisins, skiptast á upplýsingum og miðla þekkingu á milli stofnana. Á myndinni eru auk skattrannsóknarstjóra og annarra starfsmanna embættisins, Eric Hylton, aðstoðarforstjóri IRS-CI, D. Richard Goss, William Park og Lisa Edwards-Jordan.