Heimsóknir til rekstraraðila í samtímaeftirliti ríkisskattstjóra 2018
Ein af megin stoðum undir starfsemi ríkisskattstjóra er skatteftirlit og innan þess sviðs er eining sem sérhæfir sig í samtímaskatteftirliti. Starfið felst í því að rekstraraðilar eru heimsóttir og farið yfir staðgreiðsluskil launa, virðisaukaskattsskil og tekjuskráningu.
Sé tilefni til eru rekstraraðilum gefin
leiðbeinandi tilmæli um úrbætur og þeim síðar fylgt eftir og skoðað hvort gerð
hafi verið bragarbót á starfsháttum. Ríkisskattstjóri hefur heimild til að loka
starfsstöðvum eftir ítrekuð tilmæli um úrbætur.
Teknar hafa verið saman tölur yfir heimsóknir á árinu 2018, en samtals voru 3.237 rekstraraðilar heimsóttir. Heimsóknir skiptust þannig:
Landssvæði | Fjöldi heimsókna |
---|---|
Höfuðborgarsvæðið | 1.720 |
Suðurland | 501 |
Norðurland | 386 |
Vesturland | 240 |
Reykjanes | 303 |
Austurland | 87 |
Skipting heimsókna milli starfsgreina var
með eftirfarandi hætti:
Starfsgrein | Fjöldi heimsókna |
---|---|
Gisting og ferðaþjónusta | 837 |
Veitingastaðir | 232 |
Verslun og þjónusta | 642 |
Byggingageiri | 1.209 |
Verkstæði og bílaþjónusta | 136 |
Önnur starfsemi | 181 |
Gerðar voru athugasemdir vegna
staðgreiðsluskila hjá 874 rekstraraðilum, 272 fengu tilmæli vegna
virðisaukaskatts og athugasemdir vegna tekjuskráningar voru gerðar hjá 158 aðilum.
Heimsóknum sem lauk án athugasemda voru alls 2.184 talsins.
Skoðað var hvort 7.464 einstaklingar væru á staðgreiðsluskrá og reyndist svo vera í 91% tilvika.
Úrræði til lokunar starfsstöðva var beitt fimm sinnum á árinu 2018.