Fréttir og tilkynningar


Héraðsdómur staðfestir kyrrsetningu

22.5.2019

Héraðsdómur staðfesti 16. maí síðastliðinn úrskurð sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um kyrrsetningu eigna einstaklings að verðmæti 33.200.000 kr.

Með bréfi 7. nóvember 2018 óskaði skattrannsóknarstjóri ríkisins eftir því við tollstjórann í Reykjavík að embættið hlutaðist til um að eignir sóknaraðila yrðu kyrrsettar til tryggingar greiðslu væntanlegrar skattkröfu og sektar, sbr. 6. mgr. 113. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Kyrrsetningarbeiðni tollstjóra fylgdi útreikningur á ætlaðri sekt og skattkröfu að upphæð 33.200.000 kr., þar af 14.100.000 kr. í tekjuskatt en 19.100.000 kr. í sekt. Heimilt er, til tryggingar greiðslu væntanlegrar skattkröfu, fésektar og sakarkostnaðar í málum sem sæta rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins, að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðila og öðrum þeim sem rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi ef hætta þykir á að eignum verði ella skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum