Fréttir og tilkynningar


Hnappurinn - rafræn skil á ársreikningi

25.8.2017

Nú geta þau félög sem falla undir skilgreiningu á örfélagi útbúið ársreikning út frá innsendu skattframtali og sent til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra.

Ekki þarf aðkomu endurskoðanda eða skoðunarmanns við gerð slíks ársreiknings. Þegar búið er að skila skattframtali er farið í skil til ársreikningaskrár inni á www.skattur.is

Örfélag er félag sem við uppgjörsdag fer ekki fram út tveimur af þremur stærðarmörkum sem eru:

  1. heildareignir: 20 millj. kr.,
  2. hrein velta: 40 millj. kr. og
  3. meðalfjöldi ársverka á reikningsári: 3 starfsmenn.

Flokkun örfélags breytist ekki nema félag fari yfir viðmiðunarmörk viðkomandi árs og síðastliðins reikningsárs.

 

 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum