Fréttir og tilkynningar


Innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu færist til ríkisskattstjóra

24.4.2019

Þann 1. maí næstkomandi færist innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu frá tollstjóra til embættis ríkisskattstjóra.

Með setningu laga 142/2018 á Alþingi þann 21. desember 2018 var samþykkt að breyta fyrirkomulagi innheimtu opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að samþætta ferli skattlagningar og innheimtu og bæta þjónustu við viðskiptamenn.

Sameiginleg afgreiðsla innheimtu og tollstjóra verður óbreytt í Tollhúsinu,  Tryggvagötu 19, 5. hæð.

Opnunartími afgreiðslu á Tryggvagötu 19 verður mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:00 – 15:30 og föstudaga frá kl. 09:00 – 14:00.

Símanúmer skiptiborðs verður 442-1000.

Nýtt beint símanúmer innheimtu opinberra gjalda verður 442-1950. Nýtt netfang vegna innheimtu opinberra gjalda er innheimta@rsk.is, var áður fyrirspurn@tollur.is.  Nýtt netfang vegna erinda um vanskilainnheimtu og gerð greiðsluáætlana er vanskil@rsk.is.

Mögulegt er að einhverjar tafir verði á þjónustu á meðan breytingarnar standa yfir.

Bankareikningar eru þeir sömu og áður, aðeins kennitala breytist.

Bankareikningar ríkisskattstjóra eru eftirfarandi:


Kaupgreiðendakröfur, launaafdráttur utan staðgreiðslu

Reikningsnúmer: 101-26-7649 kt. 540269-6029

IBAN: IS06 0101 2600 7649 5402 6960 29

SWIFT (BIC): NBIIISRE

Textaskrár (.txt) fyrir rafræn skil eru áfram sendar á tbrkrafa@runuvinnsla.is

Skil launagreiðenda á opinberum gjöldum starfsmanna utan staðgreiðslu. Sundurliðanir skal senda án tafar til ríkisskattstjóra á netfangið 7649@rsk.is, var áður skattur@tollur.is

Staðgreiðsla og tryggingagjald í staðgreiðslu

Reikningsnúmer: 0001-26-25111 kt. 540269-6459

Gjalddagi er 1. dagur mánaðar og eindagi 14 dögum síðar. Hægt er að skila sundurliðunum rafrænt þjónustusíðu RSK. Ef ekki er kostur að skila rafrænt er hægt að nota skilagrein á pappír með eyðublaði RSK 5.12 og sundurliðun staðgreiðslu RSK 5.06, þar sem hún á við. Ávallt skal senda skilagrein 5.12 án tafar. Takið eftir að nákvæmar leiðbeiningar varðandi útfyllingu þessara eyðublaða eru á bakhlið þeirra.

Öll önnur gjöld – t.d. opinber gjöld utan staðgreiðslu (AB), virðisaukaskattur o.fl.

Reikningsnúmer: 101-26-85002 kt. 540269-6029

IBAN: IS91 0101 2608 5002 5402 6960 29

SWIFT (BIC): NBIIISRE

Öll önnur gjöld skal láta millifæra á þennan reikning: greiðslur á opinberum gjöldum utan staðgreiðslu (AB), eldri gjaldfallin gjöld í staðgreiðslu (SK SR), tryggingagjald (SJ), virðisauka (VA), bifreiðagjöld-eftirstöðvar, þungaskatt, vinnueftirlitsgjald, tollkrít og öll önnur ótalin gjöld. Kvittun með skýringu sendist á netfangið 85002@rsk.is

Reikningurinn er einnig til móttöku gjalda, sem ekki er getið hér að ofan.

Greiðslur á tollskýrslum

Reikningsnúmer: 101-26-85002 kt. 540269-6029

IBAN: IS91 0101 2608 5002 5402 6960 29

SWIFT (BIC): NBIIISRE

Með greiðslum á tollskýrslum skal ávallt senda skýringu með sendingarnúmerum á netfangið gt@rsk.is.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum