Fréttir og tilkynningar


Ísland gerist aðili að alþjóðasamningi um einföldun og samræmingu tollmeðferðar

10.11.2015

Sendiráð Íslands í Brussel hefur afhent Alþjóðatollastofnuninni skjal varðandi fullgildingu Íslands á endurskoðaða Kyoto samningnum um einföldun og samræmingu tollmeðferðar (Revised Kyoto Convention – RKC).

Samningurinn mun taka gildi á Íslandi 8. janúar 2016.

RKC samningurinn er alþjóðlegur staðall til að gera tollmeðferð eins skilvirka og árangursríka og mögulegt er.

Í stuttu máli fela hinar bindandi efnisreglur í endurskoðaða Kyoto-samningnum sem nútíma tollyfirvöld eiga að beita, m.a. i sér:

  • Hámarksnotkun tölvukerfa við tollafgreiðslu og tolleftirlit
  • Notkun áhættugreiningar við tolleftirlit (þ. á m. áhættumat og val eftirlitsaðferða)
  • Notkun upplýsinga sem veittar eru fyrirfram (áður en vara kemur til landsins eða er flutt út) til þess að hægt sé að beita úrtaksaðferðum
  • Samhæfðri íhlutun með öðrum stofnunum
  • Að öllum sé auðveldaður aðgangur að fyrirmælum tollyfirvalda, lögum og reglum
  • Að settar séu gagnsæjar reglur til áfrýjunar tollamála
  • Að stofnað sé til samráðs við viðskiptalífið

Endurskoðaði Kyoto samningurinn um einföldun og samræmingu tollmeðferðar tók gildi 3. febrúar 2006 og eru samningsaðilar nú 103.

Nánar í frétt á vef Alþjóðatollastofnunarinnar


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum