Jólagjafir að utan
Þar sem jólin nálgast og einstaklingar farnir að taka á móti jólagjöfum frá vinum og ættingjum sem búa erlendis er vert að minnast á að í ákveðnum tilfellum þarf ekki að greiða aðflutningsgjöld af gjöfum.
- Gjafir sem eru virði 13.500 kr. eða minna eru undanþegnar aðflutningsgjöldum háð því að sendandi sé búsettur erlendis, hvort sem gjafirnar eru sendar eða hafðar meðferðis til landsins. Greiða ber aðflutningsgjöld af þeirri upphæð sem fer umfram 13.500 kr.
- Kvittun sem sýnir fram á verðmæti þarf að vera til staðar. Sendandi getur sett kvittunina utan á pakkann.
- Ef gjöf er send beint frá netverslun þarf að koma skýrt fram í fylgiskjölum að greiðandi sé búsettur erlendis.
- Sé gjöfum til fleiri en eins einstaklings pakkað saman af hagkvæmnisástæðum er mikilvægt að það komi fram í fylgiskjölum.
- Athugið að ýmis kostnaður getur fylgt vegna þjónustu tollmiðlara, t.d. vegna tollskýrslugerðar eða heimkeyrslu.
- Vörur sem einstaklingar búsettir á Íslandi panta í erlendum netverslunum og fá sendar til landsins njóta ekki undanþágu sem gjafir.