Fréttir og tilkynningar


Krafa um nýjar upplýsingar í útflutningsskýrslu vegna sjávarafurða

15.8.2012

Áríðandi tilkynning til hugbúnaðarhúsa, útflytjenda og tollmiðlara, meðal annars vegna EDI/SMT-tollafgreiðslu, um breytingar frá og með 1. september 2012 sem hafa áhrif á hugbúnað útflytjenda og tollmiðlara fyrir tollskýrslugerð og tollafgreiðslu í útflutningi.

Þann 1. september 2012 breytast reglur um frágang á útflutningsskýrslu (ebl. E-2) þegar um er að ræða útflutning á sjávarafurðum. Í þeim tilfellum ber að tilgreina framleiðanda á Íslandi með því að skrá tiltekið leyfisnúmer hans í reit númer 44 á útflutningsskýrslunni ásamt viðeigandi leyfislykli. Þetta er gert að ósk Fiskistofu til að hægt sé að rekja sjávarafurð til síðasta vinnsluaðila á Íslandi.

Þann 2. júlí 2012 sendi Tollstjóri bréf til 372 útflytjenda og tollmiðlara til að kynna fyrirhugaðar breytingar.

3 nýir leyfislyklar
Vegna breytinganna verða 3 nýir leyfislyklar teknir í notkun í skilamálaskrá tollskrár í útflutningi. Leyfislyklarnir eru SFA, SFB og SFC.

Nýr villukódi númer 2208 í svarskeyti tollstjóra (CUSERR)
Nýr villukódi bætist við í CUSERR-skeytum, sem send eru úr Tollakerfinu vegna útflutningsskýrslna (þetta eru skeyti með upplýsingum um villur og aðfinnsluatriði vegna SMT-/EDI-tollskýrslna).
Villukódinn er númer 2208 og er sendur, ef samsetning á bókstöfum og tölustöfum í leyfisnúmeri framleiðanda er ekki rétt. Skýringartexti Tollstjóra við villukódann er þannig: „Form leyfisnúmers í ósamræmi við reglur."

3 nýir skjalakódar í beiðnum tollstjóra um skjöl (CUSDOR)
Einnig bætast 3 nýir skjalakódar við í CUSDOR-skeytum, sem send eru úr Tollakerfinu vegna útflutningsskýrslna (um er að ræða skjalabeiðni vegna SMT-/EDI-tollafgreiðslu).
Nýju skjalakódarnir eru SFA, SFB of SFC.

Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði
Nýir tollskrárlyklar í útflutningi, sem taka gildi 1. september 2012, eru aðgengilegir á vef Tollstjóra á slóðinni: http://www.skatturinn.is/tollskrarlyklar
Nýju tollskrárlyklarnir innihalda leyfislyklana SFA, SFB og SFC. Útflytjendur og tollmiðlarar, sem stunda SMT-/EDI tollafgreiðslu, verða að setja upplýsingar um nýju tollskrárlyklana inn í hugbúnað sinn vegna tollskýrslugerðar fyrir 1. september 2012. Að öðrum kosti koma fram villur við tollafgreiðslu útflutningsskýrslna.

Nánari upplýsingar
Ýtarlegar upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar er að finna á vefsíðunni Leyfisnúmer framleiðanda sjávarafurða sett í reit númer 44 á útflutningsskýrslu (ebl. E-2).

Tollstjóri veitir að auki allar nánari upplýsingar um atriði, sem lúta að breytingum á útfyllingu útflutningsskýrslu.
Fiskistofa veitir nánari upplýsingar um lagaheimildir, hugsanleg vafaatriði er tengjast skilgreiningum á framleiðanda, sem og önnur tengd atriði. 
Matvælastofnun veitir nánari upplýsingar um leyfisnúmer framleiðenda. 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum