Fréttir og tilkynningar


Kynning á áhersluatriðum ársreikningaskrár og Verðbréfaeftirlits Evrópu

20.11.2024

Kynning á áhersluatriðum ársreikningaskrár og Verðbréfaeftirlits Evrópu verður þann 28. nóvember næstkomandi í húsnæði Skattsins að Katrínartúni 6 kl. 09:15 til 10:00. Fundinum verður einnig streymt fyrir þau sem kjósa það frekar.

Verðbréfaeftirlit Evrópu hefur birt áhersluatriði í eftirliti með reikningsskilum útgefenda í kauphöllum fyrir næsta ár. Ársreikningaskrá mun birta þann 28. nóvember áhersluatriði í eftirliti fyrir þau félög sem fara eftir ársreikningalögum við samningu ársreiknings síns.

Áhersluatriðin eru hugsuð fyrir þá aðila sem koma að gerð ársreikninga ásamt endurskoðendum þeirra. Ársreikningaskrá hvetur stjórnendur og þá sérstaklega fjármálastjóra og forstöðumenn reikningshaldssviða ásamt endurskoðendum til að kynna sér efni áhersluatriðanna.

Áhersluatriðin ná yfir þau svið reikningsskilanna þar sem talið er að mestra úrbóta sé þörf og eru birt til upplýsinga fyrir stjórnendur, endurskoðendur og aðra sem að gerð reikningsskila koma. Ársreikningaskrá hvetur þá aðila sem að gerð og staðfestingu reikningsskila koma til að kynna sér efni þeirra.

Upptaka af kynningunni

Horfa á upptöku

Upptakan er vistuð á youtube.com.

Glærur af kynningunni

Áhersluatriði

Áhersluatriði í eftirliti ársreikningaskrár

Áhersluatriði Verðbréfaeftirlits Evrópu

Ítarefni

ESMA úttekt á beitingu staðalsins IFRS 17 - From black box to open book

ESMA yfirlýsing - Clearing the smog

Leiðbeiningar EFRAG um framkvæmd mats á mikilvægi í ESRS stöðlum

Handbók um skýrslugerð sameiginlegs rafræns skýrslusniðs(ESEF)

APM - Leiðbeiningar um framsetningu annarra frammistöðumælikvarða

Loftlagstengd og önnur óvssa í reikningsskilum -Leiðbeiningar IFRS

Leiðbeiningar frá endurskoðunarráði Evrópu um staðfestingar á sjálfbærniskýrslum

Úrdráttur 28 úr ákvörðunum eftirlitsaðila á EES

Úrdráttur 29 úr ákvörðunum eftirlitsaðila á EES

 

 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum