Lagabreyting varðandi innheimtu skilagjalds
Þann 20. desember 2012 samþykkti Alþingi breytingu á lögum nr. 52/1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Tekur breytingin gildi þann 1. janúar 2014.
Lagabreytingin felur m.a. í sér að þeir aðilar sem hafa fengið leyfi Tollstjóra til að selja farþegum og áhöfunum millilandafara við komu til landsins vörur úr tollfrjálsri verslun skulu frá gildistöku laganna leggja á og greiða skilagjald á drykkjarvöruumbúðir eins og um væri að ræða sölu innanlands.