Lög um atvinnurekstrarbann
Samþykkt hafa verið á Alþingi lög sem ætlað er að taka á kennitöluflakki og misnotkun á félagaformi. Með lögunum er m.a. gerð breyting á 262. gr. almennra hegningarlaga, þess efnis að samhliða dómi um brot gegn því ákvæði er hægt að dæma mann í atvinnurekstrarbann.
Í því felst að hinum dæmda er bannað að stofna félag með takmarkaðri ábyrgð félagsmanna, sitja í stjórn, starfa sem framkvæmdastjóri eða koma með öðrum hætti að stjórnun eða fara með meiri hluta atkvæðisréttar í slíku félagi í allt að þrjú ár. Skattrannsóknarstjóri skilaði inn umsögn um frumvarpið.
Hana má finna hér.