Fréttir og tilkynningar


Lög um greiðsluuppgjör

6.4.2010

Alþingi hefur samþykkt lög um greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri.

Samkvæmt lögunum er heimilt að sækja um greiðsluuppgjör á gjaldföllnum virðisaukaskatti (VA), staðgreiðslu tryggingagjalds (SJ, TG), staðgreiðslu opinberra gjalda (SK, KV, LV) og þing- og sveitarsjóðsgjöldum (AB) sem gjaldfallið hafa fyrir 1. janúar 2010.

Í greiðsluuppgjöri felst að gjaldandi fær frest á greiðslu þeirra gjalda sem falla undir greiðsluuppgjör til 1. júlí 2011. Gjöld þau sem falla undir greiðsluuppgjör bera ekki dráttarvexti á freststímabilinu 1. janúar 2010 til 30. júní 2011. Að uppfylltum lagaskilyrðum getur gjaldandi fengið skuldbreytingu á vanskilum þeirra gjalda sem undir greiðsluuppgjör falla þann 1. júlí 2011. Í skuldbreytingu felst að gjaldandi fær að gefa út skuldabréf til að greiða upp vanskil þau sem féllu undir greiðsluuppgjörið. Skuldabréfið er til 5 ára með mánaðarlegum afborgunum og verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs en án vaxta.

Nánari upplýsingar um greiðsluuppgjör samkvæmt lögum númer 24/2010

Lög um greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum