Fréttir og tilkynningar


Löggæslutilskipunin og persónuvernd

13.6.2019

Samþykkt hafa verið á Alþingi lög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Taka lögin til vinnslu persónuupplýsinga hjá m.a. skattrannsóknarstjóra sem fram fer í löggæslutilgangi.

Er markmið laganna m.a. að stuðla að því að yfirvöld á sviði refsivörslu fari með persónuupplýsingar í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs auk þess að greiða fyrir skilvirkri miðlun upplýsinga á milli yfirvalda. Skattrannsóknarstjóri skilaði inn umsögn um frumvarpið. Hana má finna hér.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum