Lokið er afgreiðslu á kærum einstaklinga vegna álagningar 2016
Vegna álagningar á einstaklinga 2016 bárust samtals 5.006 kærur.
Frestur ríkisskattstjóra til að kveða upp úrskurði í þessum málum var tveir mánuðir eða til 31. október 2016 og lauk afgreiðslu innan þeirra tímamarka.