Fréttir og tilkynningar


Misnotkun tvísköttunar­samninga– fullgildingarskjöl

30.9.2019

Þann 26. september sl. afhentu íslensk stjórnvöld tilkynningu hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, um fullgildingu marghliða samnings (MLI Multilateral Instrument) um breytingar á tvísköttunarsamningum til þess að koma í veg fyrir rýrnum skattstofna og tilfærslu hagnaðar.

Mun samningurinn koma til framkvæmda þann 1. janúar 2020. Honum er ætlað að koma í veg fyrir misnotkun tvísköttunarsamninga og er hluti af BEPS aðgerðaráætlun OECD. Sjá nánar á vefsíðu stjórnarráðsins


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum