Fréttir og tilkynningar


Námskeið fyrir nýja í rekstri

3.1.2019

Ríkisskattstjóri heldur reglulega námskeið um almenn skattskil og virðisaukaskatt. Næsta námskeið verður haldið dagana 29. og 30.  janúar nk. á Grand Hóteli Reykjavík. Námskeiðið fer fram eftir hádegi báða dagana frá kl. 13:00-17:00.

Skráning fer fram á skráningareyðublaði og er námskeiðsgjald kr. 14.500,- . Skráningar- og greiðslufrestur er til 22. janúar 2019. Nánari upplýsingar um dagskrá, skráningu og greiðslutilhögun er að finna á skráningareyðublaði

Skráning á námskeið

Dagskrá námskeiðsins verður sem hér segir:

Þriðjudagur 29. janúar.

kl. 13.00-13.30Að hefja rekstur – mismunandi rekstrarform
kl. 13.30-14.45Bókhald og tekjuskráning
kl. 14.45-15.00Kaffi
kl. 15.00-15.45Rafræn skil
kl. 15.45-17.00Skattskil vegna atvinnurekstrar

Miðvikudagur 30. janúar.                                                 

kl. 13.00-13.45Framtalsskil
kl. 13.45-14.30Grunnreglur virðisaukaskatts
kl. 14.30 -14.45Kaffihlé
kl. 14.45-16.45Grunnreglur virðisaukaskatts frh.
kl. 16.45Dagskrárlok


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum