Fréttir og tilkynningar


Nefnd sem fjallar um dóma Mannréttinda­dómstóls Evrópu

23.4.2019

Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa skipað nefnd sem á að greina þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota og móta afstöðu til þess hvort og þá til hvaða breytinga þarf að ráðast til að mæta þeim.

Auk Bryndísar Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, eiga sæti í nefndinni Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, Björn Þorvaldsson, saksóknari, Ingibjörg Helga Helgadóttir, lögfræðingur, Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur og Hinrika Sandra Ingimundardóttir, lögfræðingur.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum