Nefnd sem fjallar um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu
Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra hafa skipað nefnd sem á að greina þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota og móta afstöðu til þess hvort og þá til hvaða breytinga þarf að ráðast til að mæta þeim.
Auk Bryndísar Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra, eiga sæti í nefndinni Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, Björn Þorvaldsson, saksóknari, Ingibjörg Helga Helgadóttir, lögfræðingur, Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur og Hinrika Sandra Ingimundardóttir, lögfræðingur.