Fréttir og tilkynningar


Neytendastofa bannar innflutning á reykvél

28.11.2011

Reykvélin var hluti af vörusendingu sem Tollstjóri stöðvaði þar sem grunur var um að CE-merking á tækinu væri fölsuð og varan uppfyllti þar með ekki reglur sem gilda um öryggi raffanga.

Tollstjóri sendi málið strax til rannsóknar hjá Neytendastofu, sem hefur nú birt ákvörðun sína í málinu.

Hér má lesa frétt um málið á vef Neytendastofu, ákvörðun Neytendastofu númer 67/2011 og myndir af tækinu

Á morgun, þriðjudaginn 29. nóvember stendur Neytendastofa fyrir fræðslufundi um CE-merkingar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill en óskað er eftir að tilkynnt sé um þátttöku með því að senda tölvupóst postur@neytendastofa.is.

Nánari upplýsingar um fræðslufundinn


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum